P O U L S E N
Lögmannsstofa
Ráðgjöf • Málflutningur • Sáttamiðlun
Málaflokkar
Traust þjónusta, byggð á reynslu og þekkingu
Skipulags- og byggingarmál
Lögmannsstofan sérhæfir sig í málum sem varða skipulagsáætlanir og mannvirkjagerð. Stofan veitir ráðgjöf varðandi undirbúning byggingaráforma, útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfa, gerð skipulagsáætlana og úrlausn ágreiningsmála við opinbera aðila, lóðarhafa, nágranna og aðra hagaðila.
Fasteignamál
Það getur verið flókið að leysa úr deilum sem snúa að fasteignum. Lögmannsstofan annast alla almenna hagsmunagæslu í tengslum við kaup og sölu fasteigna, gallamál, nábýliságreining, málefni fjöleignarhúsa og mál á sviði leiguréttar.
Umhverfismál
Lögmannsstofan sérhæfir sig í málum á sviði umhverfisréttar, svo sem vegna náttúruverndar, mengunarvarna, umhverfistjóns og -ábyrgðar, umhverfismats áætlana og framkvæmda. Þá sinnir stofan málum á sviði upplýsingaréttar og þátttökuréttinda í tengslum við ákvarðanir sem varða umhverfið. Stofan hefur mikla þekkingu á sviði loftslagsréttar, bæði hvað varðar innlenda löggjöf og alþjóðlegar skuldbindingar sem snerta bæði stjórnvöld og fyrirtæki.
Sjálfbærni
Lögmannsstofan hefur mikla þekkingu á sjálfbærnirétti, svo sem gerð og miðlun sjálfbærniupplýsinga fyrirtækja og ráðgjafa (SFDR og CSRD), stefnumótun á sviði sjálfbærni/ESG, flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar (EU Taxonomy), stjórnun áhættuþátta, gerð áreiðanleikakönnunar á sviði sjálfbærni í virðiskeðjum fyrirtækja (CSDDD) og málum sem snúa að umhverfisfullyrðingum í markaðssetningu. Stofan aðstoðar viðskiptavini við undirbúning og innleiðingu aukinna og nýrra skuldbindinga á sviði sjálfbærniréttar.
Mannréttindi
Lögmannsstofan býr yfir mikilli reynslu af hvers kyns hagsmunagæslu á sviði mannréttinda, svo sem gagnvart fólki með fötlun, öldruðum, hinsegin samfélaginu og umsækjendum um alþjóðlega vernd.
Starfsmannamál
Lögmannsstofan býður upp á alhliða þjónustu á sviði mannauðsmála, svo sem aðkomu að ráðningum hjá opinberum aðilum og einkafyrirtækjum, vinnustaðadeilum, áminningum og uppsögnum.
Þjónustan
Fjölbreyttar leiðir í átt að árangri
Ráðgjöf
Lögmannsstofan veitir alla almenna lögfræðilega ráðgjöf. Fyrsti tíminn er án endurgjalds og dugar alla jafna til að leggja mat á málatilbúnaðinn og þær leiðir sem henta til úrlausnar.
Sáttamiðlun
Sáttamiðlun er skjót, einföld og hagkvæm leið til að leysa ágreiningsmál. Sáttamiðlari er hlutlaus og óhlutdrægur aðili sem aðstoðar deiluaðila við að skilja stöðu sína, þarfir og sameiginlega hagsmuni svo þeir geti komist að sameiginlegri niðurstöðu með samkomulagi. Með sáttamiðlun má komast hjá langdregnum og kostnaðarsömum dómsmálum.
Málflutningur
Lögmannsstofan býr yfir mikilli reynslu af málflutningi fyrir dómstólum, gerðardómum, kæru- og úrskurðarnefndum og öðrum stjórnvöldum. Málflutningur til úrlausnar ágreiningsmálum er í okkar huga þrautarvaraúrræði sem má beita þegar önnur og einfaldari úrræði duga ekki, svo sem samningaviðræður og/eða sáttamiðlun. Lögmannsstofan leggur sig fram við að leysa úr málum með hagskvæmum og skjótvirkum leiðum.
Lögmaður til reiðu
Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að gera fastan samning um lögfræðiþjónustu. Með því að gera samning er veittur fyrirvaralaus aðgangur að lögmanni, hvenær sem er sólarhringsins, sem gengur í stór sem smá verkefni sem upp kunna að koma innan fyrirtækisins. Frekari upplýsingar má nálgast í gjaldskrá stofunnar.
Ingi B. Poulsen
Lögmaður og sáttamiðlari
Ingi hefur yfir tveggja áratuga reynslu af hagsmunagæslu einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á fjölbreyttum réttarsviðum. Ingi hefur flutt mikinn fjölda mála fyrir dómstólum og stjórnvöldum og er viðurkenndur sáttamiðlari. Ingi er með meistaragráðu í lögum og í stjórnun og stefnumótun og stundar doktorsrannsóknir á sviði sjálfbærniréttar.